- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már og félagar standa vel að vígi

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém færðust í gærkvöld skrefi nær ungverska meistaratitlinum þegar þeir unnu öruggan sigur á höfuð andstæðingnum OTP Bank-Pick Szeged, 35:28, á heimavelli. Staðan í hálfleik var 19:13. Veszprém náði mest 10 marka forskoti í síðari hálfleik, 28:18.

Síðari leikur liðanna verður í Pick Arena í Szeged á miðvikudaginn. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða því hvort liðið verður ungverskur meistari.

Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Veszprém í leiknum í gær. Egyptinn Yaya Omar var markahæstur með átta mörk. Línumaðurinn Ludovig Fabregas var næstur með fimm mörk.

Svíinn Andreas Nilsson lék sinn síðast heimaleik með Veszprém að þessu sinni. Línumaðurinn öflugi hefur verið í áratug í herbúðum félagsins. Nilsson ákvað í vetur að snúa heim í sumar og ljúka ferlinum með Önnereds í Gautaborg.

Janus Daði Smárason gengur til liðs við OTP Bank-Pick Szeged í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -