- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki og bikarmeistararnir áfram á sigurbraut

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nýkrýndir bikarmeistarar Lemgo, með Bjarka Már Elísson innanborðs, voru ekki lengi að jafna sig eftir sigurinn í þýsku bikarkeppninni á föstudaginn. Þeir mættu til leiks í dag og unnu öruggan sigur á Nordhorn á útivelli, 32:25.


Bjarki Már skoraði þrjú mörk í leiknum, öll úr vítaköstum. Lemgoliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. var átta marka munur að loknum fyrri hálfleik, 18:10.

Melsungen, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, var ekki lengi að sleikja sárin eftir tapið í úrslitaleik bikarkeppninnar. Melsungen vann í dag lið Wetzlar, 30:28, á heimavelli. Arnar Freyr Arnarsson skoraði einu sinni fyrir Melsungen.


Arnór Þór Gunnarsson glímir við meiðsli eins og kom fram hjá handbolta.is í gær. Hann var ekki með í dag þegar Bergischer HC tapaði fyrir Leipzig, 27:25, í Leipzig.


Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg í öruggum sigri á Hannover-Burgdorf, 28:24, í Flensburg.


Loks vann Füchse Berlin botnliðið, Coburg, örugglega, 32:20.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -