- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki og Gunnar Óli öðlast EHF dómararéttindi

Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, handknattleiksdómar. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

Handknattleiksdómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson fengu um helgina réttindi sem EHF dómarar. Lokahnykkur á löngu ferli þeirra að þessum réttindum var að dæma leiki í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik sem fram fór í Klaipéda í Litáen og lauk á sunnudaginn.


Gunnar Óli sagði við handbolta.is að með EHF réttindum opnuðust þeim fleiri dyr í dómgæslu á erlendum vettvangi. “Við megum eiga von á því að dæma erlendis á vegum EHF í Evrópumótum félagsliða í september og október, og vonandi meira í framhaldinu,” sagði Gunnar Óli spurður hvaða réttindi sem þeir hlutu um helgina veittu þeim.


„Þar að auki getum við átt von á því að dæma bæði í undankeppni og lokakeppni yngri landsliða. Það er byrjunin. Stefnan er klárlega sett á að dæma á hæsta leveli og fylgja þar með í fótspor þeirra íslensku alþjóðadómara sem hafa dæmt í meistaradeildinni og á lokamótum A- landsliða,“ sagði Gunnar Óli.


Tvö íslensk dómarapör til viðbótar eru með gild EHF-réttindi um þessar mundir. Annarsvegar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson og hinsvegar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson.


Áður en að Gunnar og Bjarki hluti réttindi sín um helgina hafa þeir farið í gegnum stífa dagskrá á síðustu árum. „Við Bjarki höfum farið sem young referees á námskeið hjá EHF í þrígang, í Tyrklandi, Frakklandi og Svíþjóð. Í framhaldi af því urðum við kandídatar til að öðlast þau réttindi sem við fengum í þessari Litháen ferð,“ sagði Gunnar Óli sem hefur um árabil dæmt með Bjarka félaga sínum hér heima.


Bjarki og Gunnar Óli dæmdu sex leiki í úrslitakeppni B-deildarinnar í Klaipéda. Var gerður góður rómur af vasklegri framgöngu þeirra og má vafalítið telja að þeir hefðu dæmt úrslitaleikinn hefði íslenska landsliðið ekki tekið þátt í honum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -