- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni í Selvindi verður leikmaður Vals

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur hefur samið við færeysku vinstri skyttuna Bjarna í Selvindi. Hann kemur til Hlíðarendaliðsins frá norska úrvalsdeildarliðinu Kristiansand í Noregi eftir þetta tímabil. Samningur Bjarna við Val er til tveggja ára.

Bjarni er 21 árs, mjög efnilegur og átti sæti í U21 ár landsliði Færeyinga á HM á síðasta sumri. Hann vann sér ekki sæti í A-landsliðinu sem tók þátt í EM í janúar. Bjarni var á hinn bóginn með færeyska landsliðinu sem lék við Íslendinga tvo vináttuleiki í nóvember á síðasta ári.

Bjarni, sem er vinstri skytta, skoraði 103 mörk og átti 55 stoðsendingar í norsku úrvalsdeildinni í vetur.

Fyrir er í herbúðum Vals annar Færeyingur, Allan Norðberg.

„Við í stjórn hkd. Vals ásamt þjálfurum erum mjög spennt fyrir komu Bjarna. Bjarni hefur spilað með unglingalandsliðum Færeyja og er framtíðar landsliðsmaður þeirra. Við bindum miklar vonir við komu hans,“ er haft eftir Jóni Halldórssyni formanni handknattleiksdeildar Vals í tilkynningu í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -