- Auglýsing -
Bjarni Ófeigur Valdimarsson mætir öflugur til leiks með IFK Skövde í upphafi nýs leikjaárs. Hann fór á kostum í dag þegar Skövde kjöldró Guif frá Eskilstuna í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni sem fram fór í Skövde, 32:21. Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld.
Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk í níu skotum og var auk þess aðsópsmikill í varnarleik liðsins sem hefur leiktíðina af miklum krafti.
Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Guif. Daníel Freyr Andrésson stóð lengst af leiksins í marki Guif og varði átta skot, 28,6%.
Frammistaða Bjarna Ófeigs í dag er rökrétt framhald af þátttöku hans í leikjum Skövde í bikarkeppninni í lok ágúst og nú í byrjun september.
- Auglýsing -