- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur og félagar mjakast ofar

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde færðust upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld með öruggum þriggja marka sigri á HK Aranäs, 33:30, á heimavelli í kvöld.


Bjarni Ófeigur skoraði fimm mörk í tíu skotum í leiknum og var þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Skövde var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Skammt er stórra högga á milli hjá leikmönnum Skövde því þeir eiga næsta leik á laugardaginn á heimavelli gegn Alingsås.


Bjarni Ófeigur er í 19. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar með 67 mörk í 15 leikjum. Þar að auki hefur hann átt 34 stoðsendingar og er í 27. sæti á lista þeirra sem oftast hafa átt slíkar sendingar í leikjum tímabilsins.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -