- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur var maður leiksins

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var maður leiksins í dag þegar lið hans IFK Skövde vann Hammarby, 33:30, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einnig aðsópmikill í varnarleik liðsins. Til viðbótar átti Bjarni Ófeigur sex stoðsendingar.


Þetta var fjórði sigur Bjarna og félaga í sex leikjum sem eru að baki í deildinni. Þeir eru komnir upp í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Ystads IF sem leikið hefur einum leik meira.


Afar góður leikur Daníels Freys Andréssonar markvarðar dugði skammt hjá Guif þegar liði mætti efsta liðinu, Ystads IF. Daníel Freyr varði 15 skot, 36,6%, í tíu marka tapi Guif, 35:25. Guif var marki yfir í hálfleik, 16:15. Leikið var í Ystad. Aron Dagur Pálsson glímir enn við meiðsli og lék ekki með Guif sem er í 10. sæti af 14 liðum með sex stig eftir sjö leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -