- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjartur Már sótti tvö stig til Klakksvíkur

Felix Már Kjartansson t.v. og Ágúst Ingi Óskarsson. Báðir lék þeir við góðan orðstír hjá Neistanum í Þórshöfn í vetur. Mynd/Neistin
- Auglýsing -

Bjartur Már Guðmundsson og samherjar í StÍF lögðu topplið færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær þegar þeir sóttu liðsmenn Team Klaksvik heim. StÍF-liðið tyllti sér í annað sæti með þriggja marka sigri í Klakksvík, 31:28. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 16:16.


Bjartur Már, sem gekk til liðs við StÍF í sumar frá Víkingi í Reykjavík, skoraði tvö mörk í leiknum. StÍF hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einni viðureign til þess í deildinni.


Neistin í Þórshöfn, sem Arnar Gunnarsson þjálfar tapaði á laugardaginn, grannaslag á móti H71 í Höllinni á Hálsi, 32:26. Ágúst Ingi Óskarsson og Felix Már Kjartansson skoruðu eitt mark hvor fyrir Neistan í leiknum auk þess sem Finnur Hansson aðstoðarþjálfari liðsins skoraði einnig eitt mark.
Neistin er með tvö stig að loknum þremur leikjum.


EB frá Eiði, sem Kristinn Guðmundsson þjálfar, tapaði fyrir helgina fyrir Stjörnunni, 40:14. EB er nýliði í úrvalsdeild kvenna og hefur tapað þremur fyrstu viðureignum sínum með talsverðum mun. Liðið er skipað ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Af þeim ástæðum má búast við talsverðum ágjöfum á keppnistímabilinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -