- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin skellti í lás – einstefna í 20 mínútur

Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í marki í marki Hauka í seinni hálfleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson skellti í lás í síðari hálfleik í kvöld og átti stóran þátt í öruggum sigri Hauka á Selfoss, 32:24, í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Schenkerhöllinnni á Ásvöllum í kvöld. Haukar skoruðu 12 mörk gegn þremur á síðustu 20 mínútum leiksins og voru með fáheyrða yfirburði. Haukar mæta FH í 16-liða úrslitum sem fram fara í haust eða í byrjun næsta keppnistímabils.

Björgvin Páll gengur til liðs við Val í sumar og verður ekki gjaldgengur í keppninni í haust. Það var því e.t.v. við hæfi að eiga stórleik í eina leiks sínum í Coca Colabikarnum. Hann verður gjaldgengur með Val þegar bikarkeppnin 2021/2022 hefst í október.


Haukar voru sterkari framan af fyrri hálfleik en þegar á leið bættu leikmenn Selfoss í svo jafnt var á nánast öllum tölum fram að hálfleik en þá var staðan 16:16. Selfoss-liðið komst marki yfir , 21:20, þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Hauka svöruðu með þremur mörkum í röð eftir að hafa tekið leikhlé og lagt á ráðin. Eftir hléið fór Haukavélin í gang og leikmenn Selfoss fengu ekkert við ráðið.


Björgvin Páll kom í mark Hauka í síðari hálfleik. Hann reyndist Selfyssingum þrándur í götu og þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn á liðunum kominn upp í fjögur mörk. Sjö mínútum og sjö mörkum undir, 29:22, tók Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss sitt síðasta leikhlé. Það var orðið um seinann að bjarga einhverju í þessari keppni sem verður framhaldið í haust. Þessi leikur átti hinsvegar að fara fram í byrjun október.

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 9, Geir Guðmundsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Heimir Óli Heimisson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Atli Már Báruson 1.
Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 5, Einar Sverrisson 5, Ragnar Jóhannsson 4, Gunnar Flosi Grétarson 3, Hergeir Grímsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1, Ísak Gústafsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Alexander Már Egan 1, Tryggvi Þórisson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -