- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Blóðtaka hjá Val – Róbert Aron úr leik næstu mánuði

Róbert Aron Hostert í leik gegn Gróttu í gærkvöld. Hans síðasti leikur í bili. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Ég hef ýtt á undan mér síðustu ár að fara í aðgerð á öxlinni. Nú er staðan orðin þannig að ég get ekki frestað henni lengur,“ segir Róbert Aron Hostert leikmaður Íslandsmeistara Vals við handbolta.is í dag. Róbert Aron er á leið í aðgerð á hægri öxl á mánudaginn og verður frá keppni í átta til 12 vikur af þessum sökum. Fari svo má reikna með að Róbert Aron leiki ekki með Valsliðinu á ný fyrr en í febrúar þegar þráðurinn verður tekinn upp í Olísdeildinni að loknu Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi.


„Það er ekkert vit í þessu lengur og ekkert gagn að mér. Ég get lítið sem ekkert æft og ekki beitt mér að neinu viti í leikjum. Það er ekkert annað að gera en að láta lagfæra þetta,“ sagði Róbert ennfremur en hann skoraði fimm mörk og var markahæstur Valsara þegar þeir unnu Gróttu naumlega, 22:21, í fyrstu umferð Olísdeildarinnar í gærkvöld.


„Ég hef verið sprautaður í öxlina. Þær duga bara í ákveðinn tíma og má bara gefa í fá skipti. Staðan er þannig að nú verð ég láta lagfæra öxlina. Maður getur ekki ýtt þessu á undan sér lengur. Hinu óhjákvæmilega verður ekki frestað lengur,“ sagði Róbert Aron sem fer í aðgerðina daginn áður en Valur tekur á móti Lemgo í annarri umferð Evrópudeildarinnar í Origohöllinni.


„Það er leiðinlegt að missa svona mikið úr en hjá þessu verður ekki komist. Nú er það bara aðgerð og síðan endurhæfing af krafti í framhaldinu. Ég mæti í flottu formi þegar líður á tímabilið,“ sagði Róbert Aron Hostert leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -