Bragi Rúnar Axelsson leikmaður Harðar 2 á Ísafirði hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Bragi Axel hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Harðar 2 og Vængja Júpiters í 2. deild karla 30. nóvember sl. Dómararnir mátu brotið falla undir reglu 8:10 a).
Afgreiðslu málsins var frestað á reglubundnum fundi aganefndar fyrr í vikunni og handknattleiksdeild Harðar gefinn kostur á að skila inn athugasemdum til skrifstofu HSÍ. Greinargerð barst frá Herði vegna málsins.
„Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í þriggja leikja bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar,“ segir í úrskurðinum sem birtur var á heimasíðu HSÍ í dag og hægt er lesa hér fyrir neðan.