- Auglýsing -
- Auglýsing -

Breytingar á reglunum – aldrei er góð vísa of oft kveðin

Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmótið í handknattleik hefst á morgun þegar flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Fljótlega hefst keppni í Olísdeild kvenna og Grill66-deildum karla og kvenna.


Nokkrar breytingar á handboltareglunum tóku gildi 1. júlí. Áður hefur verið sagt frá þeim á handbolta.is. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þar af leiðandi verður hlaupið yfir það helsta hér fyrir neðan.

a) Klísturslaus bolti er leyfður á IHF mótum, og var hann fyrst prófaður í sumar á heimsmeistaramóti U18 kvenna.

b) Við leikleysu fækkar hámarksfjölda sendinga úr 6 niður í 4.

c) Skot í höfuð markmanns (eða varnarmanns í aukakasti):

Áfram verður gefið rautt spjald við skot í höfuð markmanns í vítakasti og við skot í höfuð varnarmanns í aukakasti ef ekki er reynt að verjast með höfði (höfuð ekki fært í kaststefnu boltans til að reyna að verja hann þannig).

Við bætist að sé skotið í höfuð markmanns í opnum leik úr hindrunarlausu skoti þar sem enginn varnarmaður er á milli skotmanns og markmanns, þá skal refsa fyrir það með 2 mín. brottvísun.

Sama á við og að ofan að markmaður má ekki hreyfa höfuð í kaststefnu boltans til þess að verja hann.

Létt snerting á skotmann frá varnarmanni sem ekki skal refsa stighækkandi er leyfð, en brjóti varnarmaður þannig af sér að skotmaður missi vald, þá skal ekki refsa skotmanni. (Snerting leyfð, hrinding bönnuð.)

Einnig verður skotið að vera beint í höfuð markmannsins. Fari boltinn fyrst í annan líkamshluta hans, eða í gólf eða markramma skal ekki refsa.

Sé skotmanni refsað fær varnarliðið aukakast frá þeim stað sem skotmaðurinn var.


d) Frumkastsvæði bætist við leikvöllinn.

Hringur með 4 metra þvermáli er settur á miðjan völlinn.
Dómari má flauta frumkast á um leið og sóknarmaður er kominn með annan fótinn og boltann inn í frumkastsvæðið.

Sóknarmaður hefur þá 3 sekúndur til að taka frumkastið, og má vera á hlaupum. (Hann má ekki hoppa). Hann verður þá að vera að fullu inni í frumkastsvæðinu þegar hann losar boltann.

Frumkast telst tekið annað hvort þegar boltinn hefur farið úr hendi kastara, og síðan út fyrir frumkasthringinn, eða þegar boltinn hefur verið sendur á samherja sem einnig er inni í hringnum.

Varnarmenn mega ekki fara inn í hringinn eftir að kastara er tilbúinn til að taka kastið fyrr en því er lokið. Þeir mega hins vegar standa upp við hringinn (eins og í útkasti upp við markteig).

Kastari má ekki fara með neinn líkamshluta út fyrir hringinn áður en hann tekur kastið. Það þýðir að hann má ekki reyna að „veiða“ varnarmann í þá gildru að vera of nálægt kastara.

Missi kastari boltann inni í hringnum hefur samherji 3 sekúndur til að koma og ná í boltann, annars dæmist aukakast til varnarliðs.

Ætlast er til að kastari taki frumkastið sem næst miðju, en sé ekki að fara of nálægt brún hringsins. Þá er hann að leika sér að eldinum, að fá á sig dæmt sóknarbrot.


Í greininni hér fyrir neðan eru viðbótarbreytingar á leikreglubókinni við lokaútgáfu frá IHF.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -