- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Brotnaði korteri fyrir brottför til Parísar

Darri Aronsson er kominn inn á beinu brautina og leikur senn fyrsta leikinn með US Ivry. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson varð fyrir því einstaka óláni að ristarbrotna nokkrum dögum áður en hann átti að mæta til franska liðsins US Ivry á dögunum. Um er að ræða álagsbrot sem rekja má til þess að Darri hafi verið of kappsfullur við æfingar til þess að mæta í sem bestri æfingu til Parísar en hann samdi við félagið til þriggja ára í mars.


Af þessu leiðir að Darri æfir ekkert með nýjum samherjum næstu sex vikurnar og mun missa af nær öllu undirbúningstímabilinu.

Hrikaleg vonbrigði

„Ég brotnaði bara korteri fyrir brottför til Parísar. Þetta eru hriklega vonbrigði eins og nærri má geta. Ég var búinn að vera duglegur að æfa og hef sennilega verið of duglegur,“ sagði Darri þegar handbolti.is heyrði honum í hádeginu þar sem hann var í íbúð sinni í París í steikjandi sterkju hita.

Fann smell í annarri ristinni

„Ég var bara á gangi og ekki undir neinu óvenjulegu álagi þegar ég fann smell í annarri ristinni. Ég fór strax í skoðun á bráðamóttöku Landspítalans þar sem í ljós kom að um brot í ristinni væri um að ræða. Ég var þó heppinn að því leytinu til að brotið er ekki slæmt og ég þarf ekki að fara í aðgerð. En undirbúningstímabilið með liðinu er úr sögunni. Það er ótrúlega leiðinlegt að verða fyrir þessu í upphafi ferils hjá nýju liði,“ sagði Darri sem reiknar með að mega byrja æfingar aftur af krafti að sex viknum liðunum.


Ristin er í gifsi og Darri styðst við hækjur.

Erfitt símtal – fór strax út

Darri segir að símtalið til stjórnenda US Ivry hafi verið erfitt. „Það var ekki auðvelt að hringja í þá úti og segja þeim að ég væri ristarbrotinn og yrði úr leik fyrstu vikurnar. Ivry-menn hafa verið mjög skilningsríkir. Ég get ekki verið sáttari við þá og viðbrögð þeirra. Þeir vildu fá mig strax út til skoðunar. Um leið og ég kom út fór ég í myndatöku og fer í aðra á föstudaginn. Þá kemur enn betur í ljós hvernig útlitið er,“ sagði Aron sem dvelur nú í París þar sem hitinn fer yfir 40 gráður á celsíus dag eftir dag og lítið annað hægt að gera en að láta lítið fyrir sér fara.

Fer með í Alpana

Darri samdi við US Ivry í mars til þriggja ára. Liðið vann sér sæti í vor í efstu deild franska handknattleiksins eftir eins árs dvöl í næst efstu deild. Formlegur undirbúningur hefst hjá US Ivry eftir næstu helgi þegar liðið fer í æfingabúðir og liðsuppbyggingu í Ölpunum áður en tekið verður til óspilltra málanna í æfingasal félagsins París. Darri fer með í Alpana þar sem hann kynnist nýjum samherjum og tekur þátt í þeim hluta undirbúningsins sem mögulegt er miðið við ástandið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -