- Auglýsing -
- Auglýsing -

Brotthvarf Andra Más var þungt högg fyrir okkur

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Við höfum haft það bak við eyrað í undirbúningnum að byrjunin hjá okkur fyrir ári síðan var ekki góð og reynt um leið að draga lærdóm af síðasta ári. Ég tel okkur vera á góðum stað um þessar mundir,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is.

Haukar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor gegn ÍBV og töpuðu í oddaleik eftir að hafa rétt sloppið inn í úrslitakeppnina með því að hafa tryggt sér áttunda sæti Olísdeildar á endasprettinum. Segja má að Haukar hafi ekki náð sér á flug á síðasta keppnistímabili fyrr en komið var í úrslitakeppnina.

Næst er að skila alvöru leikjum

„Ég er ánægður með liðið og hversu vel okkur hefur gengið að æfa og ná saman sem liðsheild. Næst á dagskrá verður að skila því í alvöru leikjum þegar Olísdeildin hefst,“ sagði Ásgeir Örn en Haukar sækja nýliða HK heim í Kórinn á föstudagskvöld kl. 19.30.

Erum á réttum stað

„Undirbúningstímabilið var svo nokkuð hefðbundið. Nokkrir æfingaleikir voru slæmir, aðrir betri. Sé tekið mið af tveimur síðustu leikjum okkar þá er góður stígandi í okkar leik, jafnt í vörn sem sókn. Ég er ánægður með liðið. Við erum nokkurn veginn á þeim stað sem ég vil að við séum á. Við erum keikir,“ sagði Ásgeir Örn af yfirvegun.

Komnir:
Guðmundur Hólmar Helgason frá Selfossi.
Úlfur Gunnar Kjartansson frá ÍR.
Farnir:
Andri Fannar Elísson til Gróttu (að láni).
Andri Már Rúnarsson til SC DHfK Leipzig.
Atli Már Báruson, a.m.k. hættur hjá Haukum.
Ágúst Ingi Óskarsson til Gróttu.
Gísli Rúnar Jóhannsson til Aftureldingar.
Gunnar Dan Hlynsson til Gróttu.
Heimir Óli Heimisson, hættur keppni.
Jakob Aronsson til Aftureldingar (að láni).
Jón Karl Einarsson til HK.
Matas Pranckevicus til Litáen.
Þorfinnur Máni Björnsson til Víkings.

Talsverðar breytingar

Eins og sjá má á nafnalistanum í rammanum hér að ofan þá hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi Hauka í sumar. Ásgeir Örn segir að þær vera eðlilegar, engin hafi komið á óvart nema skyndilegt brotthvarf Andra Más Rúnarssonar. Hann kvaddi Hauka í byrjun júlí og gekk til liðs við þýska 1. deildarliðið SC DHfK Leipzig.

Guðmundur Hólmar Helgason t.v. í leik með Haukum gegn ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu á dögunum. Mynd/J.L.Long

Fallið vel í hópinn

„Guðmundur Hólmar og Úlfur Gunnar hafa fallið mjög vel inn í hópinn hjá okkur. Að sama skapi var það þungt högg fyrir okkur að missa Andra Má í júlí, þegar undirbúningur fyrir næsta tímabil var að hefjast. Við því er svo sem ekkert að segja. Maður kemur í manns stað og allt það. Við höfum bara þurft að laga að okkur að breytingunni sem fylgir brotthvarfi Andra,“ sagði Ásgeir Örn. Andri Már var besti leikmaður Hauka í úrslitakeppninni í vor.

Vaxa og þroskast

„Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið okkur, sumir farið að láni. Allt eru þetta strákar sem fá stærri hlutverki hjá öðrum félögum, vaxa og þroskast þar. Hópurinn sem ég er með er nokkurn veginn sá sem ég sá fyrir mér þegar fór að skipuleggja tímabilið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í stuttu samtali við handbolta.is í gær.

Haukar leika við HK í Kórnum í fyrstu umferð Olísdeildar á föstudagskvöldið.

Tengdar fréttir:

Leikjadagskrá Olísdeilda.
Karlar – helstu félagaskipti 2023

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -