- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Burgdorf náði stigi á síðustu sekúndu – stórtap í Balingen

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg en átti eina stoðsendingu þegar Flensburg og Hannover-Burgdorf skildu jöfn, 26:26, í ZAG Arena, heimavelli Hannover-Burgdorf að viðstöddum nærri 7.600 áhorfendum.

Marius Steinhauser skoraði jöfnunarmark Hannover-Burgdorf á síðustu sekúndu leiksins eftir hraðaupphlaup. Varnarmenn liðsins vörðu skot frá leikmanni Flensburg sex sekúndum fyrir leikslok. Tíminn sem eftir var nægði til að skora jöfnunarmarkið við mikla gleði heimaliðsins og stuðningsmanna.


Kevin Møller, markvörður Flensburg, varði vítakast þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Vafalaust má deila um hvort Daninn átti ekki að gera betur þegar Steinhauser skoraði jöfnunarmarkið aðþrengdur í hægra horni.

Heiðmar Felixson er sem fyrr aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum. Flensburg er í sjötta sæti með sex stig, einnig að loknum fimm leikjum.

11 marka tap á heimavelli

Balingen-Weilstetten tapaði á heimavelli fyrir efsta liði deildarinnar, Füchse Berlin, 37:26. Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyrir Balingen. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark. Honum var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Mathias Gidsel átti stórleik fyrir Berlínarliðið. Hann skoraði m.a. níu mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -