- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byrjaði með flugeldasýningu – virtist þó geta gert betur

Tomislav Jagurinovski, t.v. Mynd/Þór Ak.
- Auglýsing -

Norður Makedóníumaðurinn, Tomislav Jagurinovski, bauð upp á flugeldasýningu í fyrsta leik sínum með Þór Akureyri í gærkvöld þegar Þórsarar unnu Berserki, 37:24, í Víkinni í Grill66ö-deild karla í handknattleik. Jagurinovski sem gekk til liðs við Þór rétt fyrir helgina skoraði 12 mörk, þar af voru tvö úr vítaköstum.

„Tomislav skoraði nánast að vild í fyrri hálfleik, þegar hann gerði níu mörk en samt hafði maður á tilfinningunni að hann gæti enn betur. Hefði verið að máta sig við deildina og aldrei skipt í efsta gír,“ skrifar Skapti Hallgrímsson ritstjóri Akureyri.net á vef sinn í dag í umfjöllun um leikinn.

Ljóst má vera af þessu að það virðist hafa hlaupið hressilega á snærið hjá Þór með komu þessa manns sem er samningsbundinn Vardar Skopje en leikur hér á landi sem lánsmaður.


Jóhann Einarsson, annar nýr liðsmaður Þórs, skoraði fimm mörk. Yfirburðir Þórsara voru miklir í leiknum. Þeir voru átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:12.


Þór er nú í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, er tveimur stigum á eftir Herði og ÍR. Berserkir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.


Mörk Berserkja: Bjarki Reyr Tryggvason 5, Þorri Starrason 5, Bjartur Heiðarsson 4, Einar Gauti Ólafsson 2, Logi Ágústsson 2, Marinó Gauti Gunnlaugsson 2, Arnar Már Ásmundsson 1, Birkir Guðsteinsson 1, Sigtryggur Þeyr Þráinsson 1, Gabríel Ágústsson 1.

Mörk Þórs: Tomislav Jagurinovski 12, Halldór Yngvi Jónsson 7, Viktor Jörvar Kristjánsson 5, Jóhann Einarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Auðunn Ingi Valtýsson 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -