- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byrjuðum leikinn mjög sterkt, gáfum strax tóninn

- Auglýsing -


„Ég er mjög ánægður með leikinn, ekki síst fyrri hálfleikinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is í eftir sigurinn á Grikkjum í Chalkida í kvöld, 34:25.

„Það voru miklar breytingar á hópnum og lítill tími sem við náðum saman til að stilla saman strengina. Þar af leiðandi gat maður ekki alveg verið viss um hvar við stæðum,“ segir Snorri Steinn sem var sérstaklega ánægður með upphafskaflann í leiknum.


„Við byrjuðum leikinn mjög sterkt, gáfum strax tóninn, vörnin var öflug. Við gerðum þetta mjög vel lengst af allt þangað til á allra síðustu mínútum fyrri hálfleiks þegar við gerðum nokkra tæknifeila.

Síðari hálfleikur fór eins og hann fór. Við fórum að rúlla aðeins á liðinu og þá fór aðeins takturinn úr okkar leik,“ segir Snorri Steinn ennfremur í samtali við handbolta.is sem var einn íslenskra fjölmiðla á leiknum í Chalkida í kvöld.


Snorri Steinn sagði varnarleikinn hafa verið mjög góðan og nánast verið framhald af því sem líðið sýndi nánast í öllum leikjum í fyrri hálfleik. Óvissa hafa þó verið fyrir leikinn vegna fjarveru Elvars Arnar Jónssonar sem lék stórt hlutverki í vörninni á HM.

„Einar Þorsteinn leysti hann af og gerði það vel. Hann er frábær varnarmaður og þekkir hlutverkið vel eftir að hafa verið með okkur í janúar. Það var gott finna taktinn strax. Eftir það fylgdi annað með,“ segir Snorri Steinn.


Spurður um marga óreyndari menn sem fengu tækifæri í kvöld svaraði Snorri að það væri eins hann vildi. „Menn fá tækifæri og nýta það vel. Með því setja menn auka pressu á mig næst þegar liðið verður valið. Donni og Haukur og fleiri voru mjög góðir.“

Hef litla þolinmæði

Framundan er síðari leikurinn við Grikki í Laugardalshöll á laugardaginn.

„Ég vil bara sjá alvöru frammistöðu þá eins og núna og einbeitt lið á laugardaginn í Laugardalshöll vonandi fyrir framan fulla höll. Okkur ber skylda til þess að leika eins og menn fyrir framan okkar áhorfendur. Ég hef rosalega litla þolinmæði fyrir að menn slaki á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í Chalkida.

Lengra viðtal við Snorra Stein er finna í myndskeiði hér fyrir ofan.

Miðasala á leik Íslands og Grikklands í Laugardalshöll á laugardaginn er á midix.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -