Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna hafa valið eftirtalda 23 leikmenn til æfinga 24. – 27. október. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum, segir í...
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvisvar sinnum þegar lið hans IFK Kristianstad vann IFK Skövde, 29:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í gær. Leikurinn var sá fyrsti í áttundu umferð deildarinnar. Með sigrinum færðist IFK Kristianstad upp í...
Ágúst Ingi Óskarsson tryggði Gróttu annað stigið gegn FH í Hertzhöllinni í kvöld þegar hann jafnaði metin, 24:24, úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik. Ágúst Ingi vann vítakastið nokkrum sekúndum...
Leikmenn Gummersbach voru ekki lengi að ná úr sér ferðastrengjunum eftir Íslandsferðina. Þeir voru mættir galvaskir á heimavöll sinn í kvöld og unnu þar Eisenach, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Sigurinn færði Gummersbach upp í 5. sæti...
Óhætt er að segja að Valsmenn hafði sloppið með skrekkinn og bæði stigin frá heimsókn sinni til Fjölnismanna í Fjölnishöllina í kvöld. Valur marði eins marks sigur á síðustu andartökum leiksins eftir að hafa verið lengst af síðari hálfleiks...
Leikmenn Gróttu og Vals létu áhyggjur af varnarleik lönd og leið þegar lið þeirra mættust í kvöld í síðasta leik sjöttu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Sóknarleikurinn var í öndvegi. Fyrir vikið voru skoruð 68 mörk í Hertzhöllinni á...
Spænski handknattleiksmaðurinn Jorge Maqueda hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann í pólska handknattleiknum fyrir að bíta Mirza Terzic leikmann Wisla Plock í fyrri hálfleik viðureignar Indurstria Kielce og Wisla Plock á sunnudaginn. Hinn þrautreyndi Maqueda missti stjórn á...
„Ég er yfirhöfuð ánægður með spilamennskuna hjá okkur til þessa. Við erum á þeim stað sem við viljum vera,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is í gær spurður út í stöðu liðsins um þessar mundir....
„Það að við skoruðum aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins er eitthvað sem skrifast á þjálfarateymið við undirbúning leiksins eða uppsetningu hans. Við verðum að setjast yfir það atriði,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV í samtali...
Átta leikir fara fram í fjórum deildum Íslandsmóts karla og kvenna í handknattleik í kvöld.Leikir kvöldsinsOlísdeild kvenna:Hetzhöllin: Grótta - Valur, kl. 18.Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.Olísdeild karla:Fjölnishöllin: Fjölnir - Valur, kl. 18.Hertzhöllin: Grótta - FH, kl. 20.15.Grill 66-deild...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk fyrir Skanderborg AGF þegar liðið vann Kolding á heimavelli, 33:31, í fyrsta leik 8. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Skanderborg AGF færðist upp um tvö sæti, í 7. sæti, með...
„Við vorum með undirtökin mest allan leikinn og komnir með trausta stöðu snemma í síðari hálfleik,“ sagði Andri Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari KA eftir sigur á HK, 35:34, í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í KA-heimilinu....
Austur-evrópsku fréttavefirnir handball-planet og Balkan handball, fullyrða í kvöld að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður FH, gangi til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém á næstu dögum.Uppfært: Samkvæmt heimildum handbolta.is liggur samningur fyrir á milli Aron og Veszprém...
Dana Björg Guðmundsdóttir vinstri hornamaður norska liðsins Volda er nýliði í íslenska landsliðinu í handknattleik kvenna sem tilkynnt var í morgun en framundan eru tveir vináttuleikir við Pólverja hér á landi föstudaginn 25. og laugardaginn 26. október. Dana Björg...
Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach og landsliðsins gerir sér vonir um leika með þýska liðinu á nýjan leik gegn HSV Hamburg á heimavelli 3. nóvember. Selfyssingurinn skotfasti hefur ekki leikið með Gummersbach síðan 22. september þegar hann meiddist í...