- Auglýsing -
- Auglýsing -

Cots aftur kölluð inn í landsliðið

Britney Cots stekkur upp og kastar að marki KA/Þórs í haust. Mynd/Brynja Trausta
- Auglýsing -

Britney Cots, handknattleikskona hjá FH, hefur öðru sinni á stuttum tíma verið kölluð inn í landslið Senegal. Landsliðið kemur saman til æfinga í Frakklandi fyrir miðjan desember og tekur þar m.a. þátt í fjögurra liða móti. Æfingarnar og leikirnir eru til undirbúnings fyrir forkeppni HM í Afríku sem fram fer í mars þar sem landslið Senegal tekur þátt.

Ég er ánægður

fyrir hennar hönd


Cots, sem er markahæst í Olísdeild kvenna með 25 mörk þegar þremur umferðum er lokið, var einnig valinn í landslið Senegal sem æfði saman í Frakklandi í október eins og handbolti.is greindi frá.


„Við hjá FH erum öll gríðarlega stolt af Britney sem hefur síðustu tvö ár lagt mikla vinnu á til að auka styrk og tækni. Síðan fagna ég því að hún eigi þess kost að fara erlendis í gott umhverfi þar sem hún getur æft og spilað handbolta,“ segir Jakob Lárusson, þjálfari kvennaliðs FH, en Cots hefur æft undir hans stjórn síðustu árin.


Jakob segir það alltaf vera viðurkenningu fyrir þjálfara og leikmenn þegar leikmenn þeirra eru valdir í landslið. „Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt hjá félögunum.“

Eitt besta landslið Afríku

Jakob bætir við að valið nú sé rökrétt framhald af þátttöku Cots í æfingabúðum landsliðs Senegal í október. „Senegal er ein af bestu Afríkuþjóðum í kvennahandboltanum. Ég hef séð nokkra leiki með liðinu og hún á fullt erindi í þetta.“

Allir ánægðir með hana

„Ég hef einnig rætt við menn í senegalska sambandinu og það eru allir ánægðir með hana,“ sagði Jakob sem eins og aðrir handboltaþjálfarar í afreksstarfi hér á landi hefur ekki verið störfum hlaðinn upp á síðkasti meðan æfingar hafa legið niðri. Leikmenn eins og Cots hafa eftir föngum reynt að halda sér í formi en möguleikinn verður verri með hverju deginum þar sem dögum saman er útilokað að æfa utandyra vegna kulda og almennrar ótíðar.

mikilvægt að leikmenn komist af stað og geti æft íþróttina


„Það er auðvitað mikilvægt að leikmenn komist af stað og geti æft íþróttina þó sérstaklega á afrekssviði þar sem Britney er klárlega. Ég er ánægður fyrir hennar hönd og vonandi hjálpar þetta okkur þegar tímabilið fer af stað,“ segir Jakob Lárusson, þjálfari kvennaliðs FH í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -