- Auglýsing -
- Auglýsing -

Cots hefur farið á kostum

Britney Cots hefur komið eins og stormsveipurinn inn í Olísdeild kvenna með FH-liðinu. Mynd/FH - Brynja Trausta.
- Auglýsing -

FH-ingurinn Britney Cots hefur farið á kostum í tveimur fyrstu leikjunum í Olísdeildinni og er markahæst í deildinni um þessar mundir. Cots hefur í tvígang skorað 11 mörk í leik, fyrst gegn Val í Origohöllinni og síðan á móti Haukum í Schenkerhöllinni  á laugardaginn. Cots er fjórum mörkum á undan stórskyttu Framara, Ragnheiði Júlíusdóttur, sem hefur skorað næst flest mörk leikmanna Olísdeildar kvenna í tveimur fyrstu umferðunum.

Eftirtaldar hafa skorað 10 mörk eða fleiri í fyrstu tveimur umferðunum.

Britney Cots, FH, 22
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, 18
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni, 16
Lovísa Thompson, Val, 16
Sara Odden, Haukum, 13
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 12
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór, 11
Sigríður Hauksdóttir, HK, 11
Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV, 10
Sunna Jónsdóttir, ÍBV, 10
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, 10.

Þriðja umferð Olísdeildar kvenna stendur yfir á föstudag og á laugardag.

Föstudagur:
TM-höllin: Stjarnan – HK, kl. 17.45

Laugardagur:
Framhús: Fram – Haukar, kl. 13.30
Kaplakriki: FH – KA/Þór, kl. 13.30
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur, kl. 14.45

Hlé verður gert á keppni í Olísdeild kvenna eftir þriðju umferð vegna landsliðadaga. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtudaginn 8. október.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -