- Auglýsing -
- Auglýsing -

Covid19 setur strik í reikninginn

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Vaxandi útbreiðsla covid 19 setur sífellt oftar strik í reikninginn hjá handknattleiksliðum sem taka þátt í Evrópukeppninni.  Handknattleikssamband Evrópu hefur nú frestað eða fellt niður fjórar viðureignir sem fram áttu að fara í þessari viku.

Í dag var  frestað viðureign Vardar og Elverum frá Noregi sem fram átti að fara á fimmtudaginn í Skopje í Norður-Makedóníu. Það er gert vegna strangra reglna sem settar hafa verið við komu til Noregs frá öðrum Evrópuríkjum. Þær hefðu leitt til þess að leikmenn Elverum hefðu þurft að fara í sóttkví við heimkomu frá Skopje á föstudag sem útlokaði liðið frá kappleikjum bæði í norsku úrvalsdeildinni og í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Óvíst er hvenær leikurinn verður settur á dagskrá en riðlakeppni Meistaradeildar stendur yfir fram í febrúar og af þeim sökum eru enn góðar vonir um að hægt verði að finna leikdag þegar og ef um hægist.

Einnig hefur verið ákveðið að  RK Trimo Trebnje frá Slóveníu og ungverska liðið Balatonfüredi mætist aðeins einu sinni í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Til stóð að liðin mættust í kvöld í Ungverjalandi en vegna þess að nokkrir innan leikmannahóps Balatonfüredi hafa greinst með covid19 leiða liðin aðeins einu sinni saman hesta sína. Fyrri leikurinn semsagt felldur niður. Reiknað er með að liðin geti att kappi eftir viku.

Tveimur leikjum fram áttu að fara um næstu helgi í Meistaradeild kvenna hefur þegar verið slegið á frest. Annars vegar er um er að ræða viðureign ungverska liðsins FTC-Rail Cargo Hungaria og Metz frá Frakklandi. Nokkrir leikmenn og starfsmenn ungverska liðsins hafa greinst með covid 19 eða eru í sóttkví og þess vegna ekki mögulegt með góðu móti að leikurinn fari fram.

Hinsvegar er það leikur Krim frá Slóveníu og danska meistararliðsins Esbjerg sem einnig hefur verið frestað þar sem að einn leikmaður Krim greindist með Covid19 við komuna heim eftir útileikinn við Rostov-Don í Rússlandi um liðna helgi. Samkvæmt reglum í Slóveníu þá þarf allt liðið að fara í 10 daga einangrun og því er ljóst að liðið getur ekki spilað gegn Esbjerg um næstu helgi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -