- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dujshebaev dæmdur í bann og sektaður – myndskeið

Hinn bráðsnjalli þjálfari Talant Dujshebaev hefur á tíðum átt erfitt með að hemja skap sitt og orðfæri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Talant Dujshebaev, þjálfari pólska meistaraliðisins Vive Kielce hefur verið dæmdur í sex leikja bann frá pólsku bikarkeppninni auk greiðslu sektar fyrir óíþróttamannslega framkomu í viðureign Vive Kielce og Wisla Plock í undanúrslitum 18. mars.


Dujshebaev rann í skap eftir að sonur hans og einn leikmaður Kielce, Daniel Dujshebaev, meiddist rétt eftir miðjan fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum. Jós Dujshebaev skömmum og fúkyrðum yfir dómara og eftirlitsmann leiksins þar sem honum þótti leikmenn Wisla Plock sleppa ódýrt frá brotinu.


Dujshebaev lék ekki segjast og hélt áfram reiðilestri sínum eftir að hafa fengið fengið rautt spjald hjá dómurum fyrir framkomu sína. Loksins þegar Dujshebaev lét tilleiðast og yfirgaf hliðarlínuna hélt hann áfram að hella úr skálum reiði sinnar ofan úr áhorfendastúkunni allt til leiksloka.


Er það skoðun dómstóls pólska handknattleikssambandsins að framkoma Dujshebaev hafi verið með öllu óviðunandi. Hann hafi lítilsvirt dómara og eftirlitsmann auk þess skaðað ímynd pólsks handknattleiks gagnvart öllum þátttakendum leiksins svo samstarfsaðilum og styrktaraðilum. Er það ósk dómstólsins að framkoma sem þessi endurtaki sig ekki.


Auk sex leikja banns skal Dujshebaev greiða 3.000 slot í sekt, jafnvirði nærri 100 þúsund króna.


Vive Kielce vann undanúrslitaleikinn og mætir Tarnów í úrslitaleik og þá tekur Dujshebaev út sinn fyrsta leik í banni.

Hér fyrir neðan má sjá upphafið að ósköpunum. Myndskeiðið hefst á meiðslum Daniel en eftir nærri hálfa mínútu beinist kastljósið að þjálfaranum sem þá virðist þegar hafa tapað áttum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -