„Þetta var dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem nýting dauðafæra var léleg og markvarslan lítil,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK um fyrsta sigur liðsins í upphafsumferð Grill 66-deildar karla í gær. HK, sem margir reikna með að vinni deildina vann ungmennalið Selfoss í Kórnum í fyrstu umferð, 27:25.
„Selfoss er hinsvegar með flott lið, á því leikur enginn vafi. Þetta voru bara tvö góð stig en ekkert meira en það,“ bætti Elías Már við og virtist nokkuð létt að fyrsti leikur tímabilsins væri að baki og það með sigri og tveimur kærkomnum stigum.
- Auglýsing -