- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagatöl með léttklæddum ÍR-ingum eru rifin út

Forsíða dagatals ÍR-inga sem selst eins heitar lummur.
- Auglýsing -

ÍRingar eru óhræddir við að fara óhefðbundnar leiðir í fjáröflum fyrir starf handknattleiksdeildarinnar. Víst er að þeir feta nýjar brautir með útgáfu á dagatali sem kom í sölu í gær. Dagatalið hefur bókstaflega verið rifið út að sögn Kristins Björgúlfssonar, þjálfara meistaraflokks karlaliðs ÍR.

Á myndum dagatalsins eru leikmenn og þjálfari léttklæddir. „Við höfum verið óhræddir að fara nýjar leiðir. Dagatalið er ein af þeim. Það fór í sölu í gær á fullveldisdaginn og hefur fengið frábærar viðtölur. Nánast verið rifið út,“ sagði Kristinn í samtali við handbolta.is.

Kristinn viðurkennir fúslega að ÍR-ingar séu ekki að finna upp hjólið með útgáfu dagatalsins. Ekkert sé í rauninni nýtt undir sólinni. „Við erum einfaldlega að herma eftir hugmynd slökkviliðsins. Nema að við teljum okkur vera með betra dagatal en þeir,“ segir Kristinn kokhraustur.


„Dagatalið er svo hægt að kaupa inn á Facebook síðu okkar ÍR-inga (ÍR handbolti), eða hjá leikmönnum karlaliðsins. Þau eru einnig fáanleg í verslunum Iceland og Nettó í Breiðholti sem er alveg frábært. Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara,“ segir Kristinn og bætir við að ÍR-ingar eigi fleiri tromp upp í erminni þegar kemur að fjáröflun fyrir starfið.

„Við eigum ennþá inni tvær til þjár aðrar leiðir til að afla peninga. Ég reikna fastlega með að flestir séu spenntir upp á hverju við tökum næst,“ segir Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -