- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Martín og Rússarnir eru til alls líklegir

Glaðbeittir leikmenn rússneska landsliðsins eftir sigur á norska landsliðinu í leiknum um um bronsið á HM fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik hefst í Danmörku á morgun. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, allt þangað til á morgun þegar sagt verður frá tveimur þeim síðustu. Nú er röðin komin að landsliði Rússlands. Tengil inn á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein.

Markmiðin alltaf þau sömu

Silfurverðlaunahafar frá síðasta Evrópumeistaramóti eru enn á ný taldar líklegar til þess að komast alla leið í úrslitahelgina á þessu móti og það þrátt fyrir að nokkra lykilleikmenn vanti í leikmannahópinn að þessu sinni. En markmið liðsins eru alveg ljós að sögn Ksenia Makeevu línumanns liðsins. „Við erum ákveðnar í að vinna til verðlauna.” 

Rússar sem urðu í þriðja sæti á HM í Japan fyrir ári eru í riðli með Spánverjum, Tékkum og Svíum. Það verður verðugt verkefni fyrir þær rússnesku að komast í milliriðlakeppnina sérstaklega í ljósi þess að liðið hefur ekki getað spilað neina æfingaleiki í aðdraganda mótsins sökum heimsfaraldursins.


Hvernig mun Rússum ganga án lykilmanna?

Rússneska liðið varð fyrir nokkrum áföllum í aðdraganda mótsins vegna meiðsla sterkra leikmanna. Án þess að á nokkra sé hallað er fjarvera Önnu Vyakhirevu mesta áfallið. Hún hefur verið þeirra aðal leikstjórnandi sem og þeirra helsti markaskorari undanfarin ár. Þá heltust Anna Sen, Elena Mikhaylichenko og Jaroslava Frolova úr lestinni í síðasta mánuði.

Breiddin er fyrir hendi

Þrátt fyrir þessi forföll er liðið vel frambærilegt. Rússar hafa jafnan verið þekktir fyrir að hafa úr fjölmennum hópi leikmanna að velja. Það kemur jafnan maður í manns stað. 

Leikmenn eins og Dmitieva Bobrovnikova, Ksenia Makeeva, Ekaterina Ilina og Julia Managarova eru reynslumiklar og vita hvað þarf til svo að árangur náist. Einnig eru efnilegir leikmenn á borð við Valeriia Maslova, Karina Sbirova og Antonina Skorobogatchenko sem bíða þess að fá að spreyta sig á stóra sviðinu og sýna hvað í þeim býr.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
2. sæti 2004, 2018.
3. sæti 2000, 2008.
4. sæti 2002, 2004.
Heimsmeistaramóti
1. sæti 2001, 2005, 2007, 2009.
3. sæti 2019.
4. sæti 1997.

Athyglin beinist að Martín

Í mörg ár var nafn Ambros Martín nefnt í sömu andrá og ungverska liðið Györ og meistaradeildartitill. Þegar hann hætti störfum hjá ungverska liðinu ákvað hann að taka við rúmenska landsliðinu. Það komst alla leið í undanúrslit á EM 2018, í fyrsta skipti frá 2010.

Martín tók við rússneska liðinu af Evgeny Trefilov í ársbyrjun 2019. Margir töldu að þar með væri hann að klífa þrítugan hamarinn. Martín stýrði rússneska liðinu til bronsverðlauna á sínu fyrsta móti fyrir ári. Nú er stóra spurningin hvað mun Martín afreka næst. Ef Rússum tekst að komast í undanúrslit á þessu móti þá verður Martín aðeins annar þjálfarinn til þess að ná inn í undanúrslit með landsliðum tveggja þjóða. Það afrekaði Helle Thomsen með sænska landsliðið á EM 2014 og Hollendinga tveimur árum síðar.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Martín takist að bæta verðlaunapeningum í safnið sitt að þessu sinni. Hann hefur til þessa unnið Meistaradeild kvenna fjórum sinnum sem félagsþjálfari auk þess að vinna ein bronsverðlaun með landsliði.

Leikir Rússlands í B-riðli:
3.12.Rússland-Spánn, 17.15
5.12.Tékkland-Rússland, 17.15
7.12.Rússland-Svíþjóð, 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM.

PóllandKróatíaTékklandSlóveníaSvartfjallaland
SpánnÞýskalandSerbíaSvíþjóðNoregurUngverjalandHolland, Rúmenía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -