Áfram heldur keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikar kvenna í kvöld. Tveir leikir standa fyrir dyrum í keppninni í kvöld. Leikmenn fjögurra liða horfa vongóðir á sæti í átta liða úrslitum.
Einnig hefst áttunda umferð Olísdeildar kvenna í kvöld með viðureign ÍR og Vals í Skógarseli. Leiknum er flýtt vegna viðureigna Vals og Kristianstad HK í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar sem fram fer á Hlíðarenda á laugardaginn.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Skógarsel: ÍR – Valur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Poweradebikar kvenna, 16-liða úrslit:
Kórinn: HK – ÍBV, kl. 18 – FRESTAÐ UM SÓLARHRING VEGNA VEÐURS.
Safamýri: Víkingur – Fjölnir, kl. 19.30.
Uppfært kl. 14.35.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Auglýsing -