- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Átta liða úrslit og slagur Kríu og Víkings

KA-maðurin Sigþór Gunnar Jónsson sækir að Antoni Rúnarssyni og Alexander Erni Júlíussyni í viðureign KA og Vals í vetur. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Síðari leikir átta liða úrslita Olísdeildar karla fara fram í kvöld þegar Valur sækir KA-menn heim í KA-heimilið og Stjarnan tekur á móti liði Selfoss í TM-höllinni í Garðabæ. Liðin mætast öðru sinni á föstudaginn.

Í kvöld leiða einnig saman hesta sína lið Kríu og Víkings í umspili um sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Um er að ræða annan leik liðanna. Kría vann fyrstu viðureignina með talsverðum yfirburðum, 32:25, í Víkinni á laugardaginn.

Vinni Kríumenn á ný í kvöld öðlast þeir keppnisrétt í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Takist Víkingi að vinna og jafna metin í rimmunni kemur til oddaleiks í Víkinni á föstudagskvöld ofan í síðari leikina í átta liða úrslitum Olísdeildar karla líkt á sér einnig stað í kvöld.


8-liða úrslit Olísdeildar karla, fyrri leikir:
KA-heimilið: KA – Valur, kl. 18 – sýndur á Stöð 2 Sport.
TM-höllin: Stjarnan – Selfoss, kl. 20 – sýndur á Stöð 2 Sport.
Umspil um sæti í Olísdeild karla, 2. leikur:
Hertzhöllin: Kría – Víkingur (1:0), kl. 19.30 – sýndur Kríatv.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -