- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Ekki verður slegið slöku við

Björgvin Páll Gústavsson átti framúrskarandi leik fyrir Val í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tíunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með viðureign Íslandsmeistara Vals og Stjörnunnar í Origohöll Valsmanna við Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Valur lagði Hauka í hörkuleik á mánudaginn á Ásvöllum, 34:32. Daginn áður sprungu Stjörnumenn út í heimsókn til Selfyssinga og unnu stórsigur, 35:22. Sigurinn færði Stjörnuna upp í 5. sæti deildarinnar. Valur er áfram efstur, þremur stigum á undan Fram.

Ekki verður aðeins leikið í Olísdeild karla. Nær því að vanda verður fjörugt í Grill 66-deildum karla og kvenna á föstudagskvöldi. Þrjár viðureignir standa fyrir dyrum í Grill 66-deild karla og tvær í Grill 66-deild kvenna.

Áhugaverð viðureign í Safamýri

Efsta lið Grill 66-deildar karla, HK, sækir ungmennalið Selfoss heim. Áhugaverð viðureign hefst í Safamýri klukkan 19.30 þegar Víkingar taka á móti Þór. Bæði lið ætluðu sér að vera í kapphlaupinu við HK en hafa ekki farið nægilega vel af stað til þessa og tapað stigum. Loks taka Fjölnismenn á móti Kórdrengjum í Dalhúsum.

Toppslagur í Skógarseli

Sannkallaður toppslagur verður í Grill 66-deild kvenna þegar Grótta og ÍR mætast í nýju íþróttahúsi ÍR í Skógarseli kl. 19.30. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Grótta er efst en ÍR er í öðru sæti og er eina taplausa lið deildarinnar.

Hin viðureign Grill 66-deildar kvenna sem fram fer í kvöld er á milli Aftureldingar og Vals U á Varmá.

Leikir í dag

Olísdeild karla, 10. umferð:
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur9801297 – 25216
Fram9531269 – 26113
Afturelding9522263 – 24412
FH9522258 – 25512
Stjarnan9432266 – 25011
ÍBV8422276 – 23710
Selfoss9414270 – 2739
KA9225252 – 2676
Grótta7214199 – 1985
ÍR9216251 – 3095
Haukar8215228 – 2315
Hörður9009262 – 3140

Grill 66-deild karla, 7. umferð:
Sethöllin: Selfoss U – HK, kl. 19.30.
Safamýri: Víkingur – Þór Ak., kl. 19.30.
Dalhús: Fjölnir – Kórdrengir, kl. 20.15.

Staðan í Grill 66-deild karla:

HK6510202 – 15911
Valur U6510186 – 1599
KA U6222188 – 1866
Fram U6303185 – 1826
Víkingur6213178 – 1835
Fjölnir5212152 – 1595
Selfoss U6213202 – 2135
Þór6213176 – 1785
Haukar U5203142 – 1454
Kórdrengir6006152 – 1980


Grill 66-deild kvenna, 6. umferð:
Varmá: Afturelding – Valur U, kl. 19.30 – sýndur á aftureldingtv.
Skógarsel: ÍR – Grótta, kl. 19.30.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

Grótta5401151 – 1218
ÍR4310114 – 787
FH5302126 – 1266
Afturelding4211102 – 965
Fram U4202110 – 1094
Víkingur5203135 – 1354
Fjölnir/Fylkir420293 – 1044
HK U5104125 – 1682
Valur U400488 – 1070

EM kvenna

5. sætið:
Svíþjóð – Holland, kl. 14 – sýndur á EHFTV.
Undanúrslit:
Danmörk – Svartfjallaland, kl. 16.45 – sýndur á RÚV2.
Noregur – Frakkland, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -