- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Eru komnir með bakið upp að vegg

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þriðja viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld á Ásvöllum í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 18. Haukar eru svo sannarlega komnir með bakið upp að veggnum. Tapi þeir leiknum í kvöld eru þeir úr leik og leikmenn ÍBV leika þar með um Íslandsmeistaratitilinn við Val eða Selfoss.


Takist Haukum að snúa við blaðinu og vinna leikinn í kvöld þá mætast liðin á ný í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn.


Mikið verður um dýrðir á Ásvöllum í kvöld og rétt að minna stuðningsmenn og aðra áhorfendur á að mæta snemma enda má búast við fjölmenni. Heyrst hefur af fjölmennum hópum fólks frá Vestmannaeyjum sem sett hefur stefnu á Ásvelli.


Valur og Selfoss mætast í þriðja sinn í Origohöllinni annað kvöld í hinni rimmu undanúrslita Olísdeildar karla.


Olísdeild karla, undanúrslit, þriðji leikur:
Ásvellir: Haukar – ÍBV (0:2), kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -