Aðeins eru rúmar þrjár vikur þangað til að keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik. Liðin eru í óða önn að búa sig undir átökin sem standa fyrir dyrum á næstu mánuðum. Undirbúningsmót standa yfir auk þess sem talsvert verður um æfingaleiki milli liðanna í æfingatímum þeirra.
Í kvöld lýkur UMSK-mótinu í karlaflokki sem staðið hefur yfir í þessum mánuði. Tveir síðustu leikirnir verða í Kórnum í kvöld.
18.00 HK – Afturelding – hlekkur á útsendingu.
19.30 Stjarnan – Grótta – hlekkur á útsendingu.
Staðan:
HK | 2 | 2 | 0 | 0 | 61 – 53 | 4 |
Grótta | 2 | 1 | 0 | 1 | 54 – 58 | 2 |
Stjarnan | 2 | 0 | 1 | 1 | 53 – 56 | 1 |
Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 53 – 54 | 1 |
Einnig verður leikið áfram á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Set-höllinni á Selfoss í kvöld. Tvær viðureignir eru á dagskrá.
18.30 Selfoss – KA – sýndur á Selfosstv.
20.15 Fram – Hörður – sýndur á Selfosstv.
- Auglýsing -