- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Flautað til leiks í fjórum leikjum ef veður leyfir

Mynd/ J.L.Long

Vonir standa til þess að hægt verði að flauta til tveggja leikja í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik í kvöld. Báðum leikjum var slegið á frest í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar sem fór vaxandi í síðdegis og í gærkvöld. Í öðrum þeirra er sæti í undanúrslitum keppninnar í boði en í hinum sæti í átta liða úrslitum.


Til viðbótar stendur til að tveir leikir fari fram í Grill66-deild karla í kvöld. Þar á meðal er viðureign ÍR og Fjölnis í Austurbergi. Liðin eru í tveimur af þremur efstu sætum deildarinnar og því um toppslag að ræða.


Coca Cola-bikar kvenna, 8-liða úrslit:
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Coca Cola-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Kaplakriki: FH – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á FHtv.
sigurliðið mætir ÍBV í 8-liða úrslitum á fimmtudaginn.


Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Fjölnir, kl. 20.15.
Origohöllin: Valur U – Selfoss U, kl. 21.15.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.


Til stendur að handbolti.is verði á bikarvakt í kvöld ef veður leyfir og leikirnir fara fram. Á bikarvakt verður fylgst með framvindu viðureignanna í Coca Cola-bikarnum. Einnig verður reynt að hafa augu á toppslagnum í Grill66-deild karla sé þess nokkur kostur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -