- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fyrsti úrslitaleikurinn í Eyjum í kvöld

Valur og ÍBV eigast við í Origohöllinni í kvöld í Olísdeild kvenna. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Deildarmeistarar ÍBV og Valur hefja úrslitarimmu sína um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19. Eins og áður hreppir það lið Íslandsmeistaratitilinn sem fyrr vinnur þrjá leiki. Önnur viðureign fer fram á mánudaginn á heimavelli Vals.

Undanúrslitarimmu ÍBV og Hauka lauk á þriðjudagskvöldið með framlengdum oddaleik í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Valur vann Stjörnuna í fjögurra leikja einvígi sem lauk á laugardaginn.

ÍBV og Valur mættust í úrslitaleik Poweradebikarkeppninnar 18. mars. ÍBV vann með tveggja marka mun, 31:29.

Úrslit í innbyrðisleikjum liðanna í Olísdeildinni:
19. október: ÍBV – Valur 26:31.
7. janúar: Valur – ÍBV 29:32.
25. febrúar: ÍBV – Valur 29:28.

ÍBV og Valur hafa mæst fjórum sinnum á leiktíðinni. ÍBV hefur unnið þrjá leiki, Valur einn.

Leikjadagskrá úrslita Olísdeildar kvenna:
12. maí – Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur, kl. 19.
15. maí – Origohöllin: Valur – ÍBV, kl 19.
19. maí – Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur, kl. 19.
22. maí – Origohöllin: Valur – ÍBV, kl. 19.
25. maí – Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur, kl. 19.
Allir leikirnir verða sendir út á Stöð2sport.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -