- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fyrstu leikir sumars í Eyjum og á Nesinu

Símon Michael Guðjónsson verður vafalaust í stóru hlutverki hjá FH gegn ÍBV í Krikanum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Handknattleiksfólk tekur glaðbeitt á móti sumrinu víða um land í dag. M.a verður framhaldið úrslitakeppni Olísdeildar karla og umspilskeppni Olísdeildar kvenna.

Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og FH í íþróttamiðstöðinni í Vestmanaeyjum klukkan 17. Um er að ræða aðra viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla. FH vann sannfærandi sigur í Kaplakrika í fyrstu viðureigninni, 36:31, á sunnudaginn var.

Grótta er einnig einum vinningi undir gegn Aftureldingu í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Afturelding vann fyrsta leikinn á heimavelli á mánudaginn, 28:24.
Viðureign Gróttu og Aftureldingar hefst í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi klukkan 16.

Í báðum rimmum þarf að vinna þrjá leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari.

Leikirnir verða sendir út á handboltapassanum.

Leikir dagsins

Umspil Olísdeildar kvenna, 2. úrslitaleikur:
Hertzhöllin: Grótta – Afturelding, kl. 16.

Olísdeild karla, undanúrslit, 2. leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH (0:1), kl. 17.

Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -