- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: HK fær heimsókn í Kórinn – fyrsti leikur Alusovski

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, og leikmenn hans. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Annarri umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag þegar HK fær Val í heimsókn í Kórinn kl.16. HK er að leita eftir sínum fyrstu stigum en Valur mun með sigri komast upp að hlið KA/Þórs í efsta sæti með fjögur stig. Jafntefli leiðir til þess að Valur verður jafnt Fram og Haukum sem skildu jöfn í Schenkerhöllinni í gær eftir æsispennandi leik, 32:32. Ragnheiður Júlíusdóttir tryggði Fram annað stigið á elleftu stundu.

Að loknum leiknum í Kórnum í dag verður gert hlé á keppni Olísdeild kvenna vegna undanúrslita- og úrslitaleiks Coca Cola-bikarsins í lok vikunnar og landsleikja í undankeppni Evrópumótsins 2022 sem fram fara í byrjun október.


Í dag lýkur einnig fyrstu umferð Grill66-deildar karla sem hófst á föstudag. Þór Akureyri mætir ungmennaliði Hauka í Höllinni á Akureyri kl. 14. Eftirvænting ríkir í kringum Þórsliðið. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á liðinu. Uppbygging stendur yfir undir stjórn Norður Makedóníumannsins Stevce Alusovski sem óvænt var ráðinn þjálfari í sumar. Bundnar er vonir við starf hans nyrðra.


Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna er hér.

Grill66-deild karla:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Haukar U, kl. 14.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -