- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Hvort liðið tekur frumkvæði?

Birgir Steinn Jónsson, Aftureldingu, Einar Örn Sindrason, FH, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson, Aftureldingu. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Í kvöld fer fram þriðja viðureign FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Að þessu sinni reyna liðin með sér í Kaplakrika og verður hafist handa við að etja kappi klukkan 19.40. Hvort lið hefur einn vinning. Afturelding vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kaplakrika fyrir viku, 32:29. Leikmenn FH svöruðu fyrir sig að Varmá á miðvikdagskvöld, 28:27. Liðið sem fyrr nær þremur vinningum verður Íslandsmeistari.

Mikil sala hefur verið á aðgöngumiðum á Stubb.is. Reikna má með að um 2.000 áhorfendur verði í Kaplakrika að þessu sinni, svipað og fyrir viku, hugsanlega fleiri.

Forðumst sektir!

Oft er hörgull á bílastæðum við Kaplakrika þegar stórleikir fara þar fram. Þess vegna benda FH-ingar á að leyfi hefur fengist til þess að leggja bílum við verslunina Fjarðarkaup. „Sleppum við sektir, sleppum við umferðarhnútinn,“ segir í tilkynningu handknatttleiksdeildar.

Kaplakriki verður opnaður fyrir stuðningsmenn klukkan 17. Veitingar verða að vanda til sölu. Klukkan 18.30 hefst handboltaspjall undir stjórn Harðar Magnússonar. Hann hyggst rekja garnirnar úr Kristjáni Arasyni, Guðjóni Árnasyni og Heimi Guðjónssyni.

Leikurinn verður sendur út á handboltapassanum.

Leikur kvöldsins

Úrslit Olísdeildar karla, 3. úrslitaleikur:
Kaplakriki: FH – Afturelding (1:1), kl. 19.40.

Miðasala á Stubb.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -