Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir rúmlega hálfsmánaðar hlé vegna æfinga og keppni kvennalandsliðanna. Einum leik í 9. umferð varð að fresta, viðureign ÍBV og Aftureldingar, vegna þátttöku eins leikmanns ÍBV á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir á Spáni.
Elleftu umferð í Olísdeild karla verður framhaldið í dag með þremur leikjum en umferðin hófst á miðvikudagskvöld með stórleik FH og Hauka í Kaplakrika. Þrír leikir verða á dagskrá í dag í Olísdeild karla og tveir þeir síðustu eru ráðgerðir annað kvöld.
Einnig verður leikið í Grill66-deildum karla og kvenna til viðbótar við að Haukar mæta rúmenska liðinu CSM Focsani öðru sinni í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar á Ásvöllum klukkan 16 í dag. Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka mun í dag eftir tap, 28:26, í Rúmeníu fyrir viku.
Áhugafólk um handknattleik ætti að finna eitthvað við sitt hæfi í dag í þeim fjölda leikja sem eru á dagskrá auk þess sem heimsmeistarmót kvenna stendur yfir á Spáni.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – HK, kl. 14 – sýndur á Stöð2Sport.
TM-höllin: Stjarnan – KA/Þór, kl. 16 – sýndur á Stjarnantv.
Framhús: Fram – Haukar, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.
Olísdeild karla:
Origohöllin: Valur – Selfoss, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Vestmannaeyjar: ÍBV – HK, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Framhús: Fram – Afturelding, kl. 20 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.
Grill66-deild karla:
Origohöllin: Valur U – Fjölnir, kl. 18.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
Grill66-deild kvenna:
Origohöllin: Valur U – Fjölnir/Fylkir, kl. 20.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
Evrópubikarkeppni karla, 32-liða úrslit, síðari leikur:
Ásvellir: Haukar – CSM Focsani, kl. 16. (26:28).
Frítt er inn á leikinn í boð DB Schenker en neikvæðrar niðurstöðu úr covidprófi er krafist við innganginn fyrir þá sem fæddir eru 2016 eða fyrr.