Fimm leikir eru fyrirhugaðir í tveimur deildum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Keppni hefst í Grill 66-deild kvenna með tveimur viðureignum. Auk þess verður framhaldið 3. umferð Olísdeildar karla sem hófst í gærkvöld með tveimur leikjum.
Leikir kvöldsins
Grill 66-deild kvenna:
Hertzhöllin: Grótta – Haukar U, kl. 18.
Fjölnishöllin: Fjölnir – Selfoss, kl. 19.30.
Leikjadagskrá og staðan í Grill 66-deildum.
Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar, kl. 19.30.
Sethöllin: Selfoss – Valur, kl. 19.30.
Kaplakriki: FH – Víkingur, kl. 19.30.
Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.
Ekki er annað vitað en að allir leikir kvöldsins verði sendir út á sjónvarpsrásum Símans.
- Auglýsing -