- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Meistarakeppni kvenna, Evrópuleikur og Ragnarsmótið

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Keppnistímabil handknattleikskvenna hefst formlega hér á landi í dag þegar Valur og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í N1-höll Vals á Hlíðarenda klukkan 13.30. Liðin léku til úrslita í Poweradebikarnum á síðustu leiktíð og þess vegna leiða þau saman hesta sína í Meistarakeppninni.

Ragnarsmót kvenna í handknattleik verður leitt til lykta í dag með úrslitaleik Selfoss og ÍBV í Sethöllinni á Selfossi klukkan 15.15. Áður en að úrslitaleiknum kemur hafa FH og Víkingur lokið næst síðustu viðureign mótsins.

Síðast en ekki síst verður Evrópuleikur á Hlíðarenda þegar á daginn líður. Evrópubikarmeistarar síðasta árs, Valur, tekur á móti króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci klukkan 17.30. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildar. Síðari viðureignin fer fram í Króatíu eftir viku. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildar sem hefst í október.

Leikir dagsins

Meistarakeppni HSÍ, konur:
N1-höllin: Valur – Stjarnan, kl. 13.30.
– leikurinn verður sendur út á handboltapassanum.

Ragnarsmót kvenna, síðasta umferð:
Sethöllin: FH – Víkingur, kl. 13.
Sethöllin: Selfoss – ÍBV, kl. 15.15.
– leikirnir verður sendir úr á SelfossTV á youtube.

Forkeppni Evrópudeildar karla, fyrri leikur:
N1-höllin: Valur – RK Bjelin Spacva Vinkovci, kl. 17.30.
– handbolta.is veit ekki hvort leiknum verði sjónvarpað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -