Níu leikir fara fram í þremur deildum Íslandsmóts meistaraflokka í handknattleik í kvöld. Þar af leiðandi verður í mörg horn að líta fyrir þá sem ætla sér að fylgjast með.
Fimmtu umferð Olísdeildar kvenna lýkur með þremur viðureignum. Að þeim loknum verður gert hlé á keppni í deildinni til 21. október vegna leikja landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg á Ásvöllum 11. október og við Færeyinga í Þórshöfn 15. október.
Sjötti og síðasti leikur Olísdeildar karla fer fram í Vestmannaeyjum á laugardaginn.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – KA/Þór, kl. 18.
Skógarsel: ÍR – ÍBV, kl. 19.30.
Mýrin: Stjarnan – Valur, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla:
Mýrin: Stjarnan – Afturelding, kl. 18.
Úlfarsárdalur: Fram – FH, kl. 19.30.
Kórinn: HK – Valur, kl. 19.30.
Sethöllin: Selfoss – Víkingur, kl. 19.30.
Ásvellir: Haukar – Grótta, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
2. deild karla:
Kaplakriki: ÍH – Víðir, kl. 20.
Leikjadagskrá og staðan í 2. deild.
Mögulegt verður að fylgjast með leikjum kvöldsins á sjónvarpsrásum Símans.