- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Nýliðaslagur í Skógarseli

Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Fjórða umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld af miklum krafti. Fimm af leikjum umferðarinnar verða háðir og hefjast frá klukkan 18 til 19.40.


Einna áhugaverðasti leikurinn verður slagur nýliðanna, ÍR og Harðar, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli. ÍR skelltu Haukum í fyrsta heimaleiknum í húsinu fyrir um hálfum mánuði og virtust leikmenn liðsins þá kunna vel við sig. Hörður hefur safnað að sér leikmönnum síðustu daga en væntanlega verða fáir ef nokkrir þeirra með í leiknum í Skógarselinu.


Alltaf ríkir eftirvænting þegar von er á Suðurlandsslag. Einn slíkur stendur fyrir dyrum í kvöld í Sethöllinni í kvöld þegar leikmenn ÍBV koma í heimsókn til liðsmanna Selfoss.


Olísdeild karla, 4. umferð:
Origohöllin: Valur – KA, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Sethöllin: ÍBV – Selfoss, kl. 18.45 – sýndur á Selfosstv.
Kaplakriki: FH – Fram, kl. 19.30 – sýndur á FHtv.
Varmá: Afturelding – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á aftureldingtv.
Skógarsel: ÍR – Hörður, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.


Brakandi ferska samantekt á tölfræði Olísdeildanna er finna á handboltamælaborði Expectus sem nálgast má með einum smelli.


Handbolti.is fylgist með leikjum kvöldsins eftir fremsta megni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -