- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Nýr þjálfari Hauka fær ágæta prófraun

Þorgils Jón Svölu Baldursson verður vafalaust í eldlínunni með Val gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Níundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur viðureignum. Ásgeir Örn Hallgrímsson stýrir Haukum í fyrsta sinn í kappleik eftir að hann tók við þjálfun liðsins á miðvikudaginn af Rúnari Sigtryggssyni. Ásgeir Örn og lærisveinar fá ágæta prófraun á Ásvöllum í kvöld því Íslands- og bikarmeistarar Vals eru væntanlegir í heimsókn.


Hin viðureign kvöldsins verður á milli ÍR og Aftureldingar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi ÍR í Skógarseli. Afturelding hefur verið á skriði upp á síðkastið á sama tíma og nýliðar ÍR hafa átt á brattann að sækja.


Báðar viðureignir kvöldsins í Olísdeildinni hefjast klukkan 19.30.
Olísdeild karla:

Olísdeild karla, 9. umferð:
Skógarsel: ÍR – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á ÍRtv.
Ásvellir: Haukar – Valur, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur8701263 – 22014
Fram9531269 – 26113
FH9522258 – 25512
Afturelding8512232 – 21311
Stjarnan9432266 – 25011
ÍBV8422276 – 23710
Selfoss9414270 – 2739
KA9225252 – 2676
Grótta7214196 – 1975
Haukar7214196 – 1975
ÍR8206220 – 2784
Hörður9009262 – 3140


2. deild karla:
Hertzhöllin: Grótta U – Víðir, kl. 21.


Víðir lék sinn fyrsta heimaleik í Garðinum á laugardaginn. Ungmennalið Fjölnis kom í heimsókn og vann, 31:15. Fín stemning var á leiknum. Liðlega 100 áhorfendur mættu og studdu við bakið á Víðisliðinu sem er að stíga sín fyrstu skref í deildarkeppninni eftir að hafa verið sett á laggirnar fyrr á árinu.

Staðan í 2.deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -