- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Ráðast úrslitin í kapphlaupinu um deildarmeistaratitilinn?

Leikmenn Gróttu sækja ÍBV heim í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Næst síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum. Þar ber væntanlega hæst viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Haukar og Vals. Þau mætast í Origohöll Valsara á Hlíðarenda. Haukar eru sem stendur tveimur stigum á undan Val og munu með sigri í kvöld tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Valssigur eða jafntefli mun halda baráttunni um deildarmeistaratitilinn opinni fram í síðustu umferð. Fyrri viðureign Hauka og Vals í Olísdeildinni sem fram fór 18. nóvember lauk með jafntefli, 26:26.


Áfram er keppni um tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni. KA, Afturelding, Grótta og Fram standa í ströngu. Möguleikar Framara eru sístir og geta endanlega orðið að engu í kvöld. Grótta sækir ÍBV heim, KA fær Selfoss í heimsókn. Selfoss á enn möguleika á fjórða sætinu. FH fær Aftureldingarmenn í heimsókn í Krikann. Mosfellingar eru einnig í drjúgri þörf fyrir stig ætli þeir sér að vera með í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. FH-ingar þurfa einnig að bíta í skjaldarrendur eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í þremur síðustu leikjum.


Síðasta umferð Olísdeild karla fer fram á sunnudaginn.


ÍBV getur náð þægilegri stöðu í fjórða sæti Olísdeildar kvenna takist liðinu að vinna Aftureldingu í fyrsta og eina leika dagsins í Olísdeild kvenna. Um er að ræða síðasta leikinn af nokkrum sem ÍBV-liðið hefur verið að vinna upp á síðustu vikum eftir að hafa dregist talsvert aftur úr öðrum liðum um mitt keppnistímabilið.


Síðast en ekki síst sækja Víkingar liðsmenn ÍR heim í Grill66-deild kvenna. ÍR verður að vinna til þess að halda í vonina um heimaleikjarétt í umspilinu um sæti í Olísdeild.


Olísdeild karla:
KA-heimilið: KA – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á KAtv.
Kórinn: HK – Víkingur, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Framhús: Fram – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.
Kaplakriki: FH – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á ÍBVtv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.


Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding, kl. 17.30 – sýndur á ÍBVtv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Austurberg: ÍR – Víkingur, kl. 20.15.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

Fámenn ritstjórn handbolta.is mun eftir fremsta megni fylgjast með leikjum kvöldsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -