- Auglýsing -

Dagskráin: Sæti í úrslitaleik er í boði

Í kvöld er komið að undanúrslitaleikjum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik. Fjögur öflug lið reyna mér sér í tveimur leikjum í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Sigurlið kvöldsins mætast í úrslitaleik um bikarmeistaratitilinn 2021 á laugardaginn sem hefst klukkan 13.30 á sama stað og undanúrslitaleikirnir í kvöld.


Veislan í Schenkerhöllinni hefst klukkan 18 með viðureign Reykjavíkurliðanna Fram og Vals sem oft sinnis hafa mæst á þessum vettvangi eins og öðrum. Fram er ríkjandi bikarmeistari frá 2020 þegar rétt tókst að ljúka bikarkeppninni áður en flestu var skellt í lás hér á landi. Fram vann þá Val í undanúrslitum, 23:17, og KA/Þór í úrslitaleik, 31:18.


Valur varð síðast bikarmeistari 2019 eftir að hafa lagt ÍBV, 19:17, í undanúrslitum og Fram í úrslitaleik með þriggja marka mun 24:21.

Fram hefur alls átt lið í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvennaflokki í 28 skipti af 46 síðan bikarkeppninni var komið á laggirnar 1976. Valur er skammt á eftir en lið félagsins hefur náð inn í undanúrslit 26 sinnum.

Síðari undanúrslitaleikurinn verður á milli FH og KA/Þórs. Hefst leikurinn klukkan 20.30. FH er nú með í undanúrslitum í fyrsta sinn í níu ár en alls hefur lið félagsins náð svo langt í keppninni í 18 skipti. FH og Fram léku til undanúrslita í fyrstu bikarkeppninni árið 1976.

KA/Þór hefur verið áberandi í Coca Cola-bikarkeppni kvenna hin síðari ár. Lið félaganna fór í undanúrslit fyrst árið 2009 og aftur 2018 og 2020. KA/Þór braut ísinn í mars 2020 þegar það vann Hauka í undanúrslitum 22:21, og lék í fyrsta sinn til úrslita í Coca Cola-bikarnum. Í þessu samhengi má þó ekki gleyma árangri Þórs Akureyri í bikarkeppninni fyrir 41 ári þegar liðið lék til úrslita gegn Fram eins og KA/Þór gerði í mars 2020.

Coca Cola-bikar kvenna, undanúrslit

Schenkerhöllin, Ásvöllum:
Kl. 18: Valur – Fram – sýndur á RÚV2.
Kl. 20.30: KA/Þór – FH – sýndur á RÚV2.

Sala á aðgöngumiðum á leikina er á appinu Stubbur.

Sigurliðin leika til úrslita á laugardaginn kl. 13.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -