Valur og Selfoss hefja leik í kvöld í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Liðin ríða á vaðið í Origohöllinni og gefa dómarar leiksins merki um að leggja af stað klukkan 19.30.
Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals unnu Fram örugglega í tveimur leikjum í átta liða úrslitum. Selfoss lagði FH eftir tvíframlengdan oddaleik í Kaplakrika á síðasta fimmtudag. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka eða ÍBV sem mættust í fyrsta sinn í gær.
Önnur viðureign Fjölnir og ÍR í umspili um sæti í Olísdeild karla fer fram í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi. ÍR vann öruggan sigur í Austurbergi á laugardaginn, 36:24. Fjölnismenn ætla að svara fyrir sig í kvöld á heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Vinna þarf þrjá leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari í umspilinu og öðlast þar með sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili.
Úrslitakeppni Olísdeildar karla, undanúrslit, fyrsti leikur:
Origohöllin: Valur – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Umspil Olísdeildar karla, annar úrslitaleikur:
Dalhús: Fjölnir – ÍR, kl. 19.30 (0:1).
- Auglýsing -