- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Þriðji leikur í Kaplakrika – oddaviðureign á Selfossi

Jón Bjarni Ólafsson, Ásbjörn Friðriksson og Einar Örn Sindrason, og leikmenn FH, mættur Kára Kristjáni Kristjánssyni, Rúnari Kárasyni og félögum í ÍBV í undanúslitum á dögum. ÍBV og FH hafa leikið fjórum sinnum til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV er nú í úrslitum í fimmta sinn. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH og ÍBV mætast í kvöld í þriðja sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 19. FH verður að vinna leikinn til þess að halda lífi í rimmunni eftir að hafa tapað tvisvar, fyrst 31:27 á heimavelli á síðasta fimmtudag og á ný í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, 31:29. Þá viðureign varð að framlengja til þess að knýja fram hreinar línur á annan hvorn veginn.

Stórleikur verður í Sethöllinni á Selfoss í kvöld þegar Selfoss og ÍR mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn byrjar klukkan 19.30. ÍR vann tvær fyrstu viðureignir liðanna. Selfossliðið svaraði fyrir sig með tveimur sigurleikjum í röð, þeim síðari á sunnudaginn í Skógarseli, 31:22.

Reiknað er með að fullt verði út úr húsi í Sethöllinni í kvöld og rétt að mæta tímanlega.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla, undanúrslit, 3. umferð:
Kaplakriki: FH – ÍBV (0:2), kl. 19.00 – sýndur á Stöð2sport.

Umspil Olísdeildar kvenna, oddaleikur:
Sethöllin: Selfoss – ÍR (2:2), kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.
Handbolti.is verður með textalýsingu úr Sethöllinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -