- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Tveir toppleikir í kvöld

Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi, sækir að vörn Gróttu í fyrsta leik liðanna í haust. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Tólfta umferð Grill 66-deildar kvenna hefst í kvöld með þremur viðureignum, þar af mætast fjögur efstu lið deildinnar og ljóst að línur geta skýrst í efri hlutanum eftir kvöldið. Tvö efstu lið Grill 66-deildar, Selfoss og Grótta, mætast í Sehöllinni klukkan 19.30. Selfoss er taplaust í deildinni en Grótta er tveimur stigum á eftir.

Áður en blásið verður til leiks í Sethöllinni verður nánast búið að leiða til lykta viðureign Víkings og FH í Safamýri. Sá leikur hefst klukkan 18. Víkingur er í þriðja sæti, stigi fyrir ofan FH sem situr í fjórða sæti.

Strax á eftir leik Víkings og FH leiða tvö neðstu lið Grill 66-deildar, Berserkir og Fjölnir, saman kappa sína í Safamýri klukkan 20.

Alla leiki er hægt að sjá í gegnum handboltapassann.

Leikir kvöldsins

Grill 66-deild kvenna:
Safamýri: Víkingur – FH, kl. 18.
Sethöllin: Selfoss – Grótta, kl. 19.30.
Safamýri: Berserkir – Fjölnir, kl. 20.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.

2.deild karla:
Kaplakriki: ÍH – Hvíti riddarinn, kl. 19.30.

Staðan og næstu leikir í 2.deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -