UMSK-mótið í handknattleik karla og kvenna hefst í kvöld en mótið er það fyrsta af nokkrum sem standa fyrir dyrum á næstu vikum áður en flautað verður til leiks í Íslandsmótinu eftir um mánuð. Ragnarsmótið hefst í næstu viku og Hafnarfjarðarmótið fer fram þegar nær dregur mánaðamótum.
Fjögur lið eru skráð til leiks í kvenna- og karlaflokki á UMSK-mótinu, Afturelding, Grótta, HK og Stjarnan.
Leikir í dag
UMSK-mót kvenna:
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 17.
Leikjadagskrá UMSK-móts kvenna.
UMSK-mót karla:
Kórinn: HK – Afturelding, kl. 19.
Leikjadagskrá UMSK-móts karla.
- Auglýsing -