- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Vestmannaeyjar og Safamýri – frestað í Eyjum

Andri Snær Stefánsson og liðsmenn KA/Þórs eru úr leik í úrslitakeppninni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Síðustu leikir 16-liða úrslita bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki fara fram í kvöld. Önnur viðureignin verður á milli liða úr Olísdeildinni. Leikmenn KA/Þórs sækja ÍBV heim til Eyja. ÍBV og KA/Þór mættust í fyrstu 1. umferð Olísdeildar 17. september. ÍBV vann með eins marks mun, 28:27, eftir að KA/Þórsliðið sótti mjög í sig veðrið í síðari hálfleik.

Uppfært kl. 11: Leik ÍBV og KA/Þórs hefur verið frestað vegna ófærðar.


Hin viðureign keppninnar verður á milli Víkings og Fjölnis/Fylkis sem sitja nærri hvort öðru í Grill66-deildinni með fjögur stig. Leikurinn fer fram í Safamýri.


Bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslit kvenna:
Safamýri: Víkingur – Fjölnir/Fylkir, kl. 19.30.


Handbolti.is fylgist með leikjum kvöldsins.


Fjórir leikir voru leiddir til lykta í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld. Upplýsingar um þá má nálgast hér.

EM kvenna – lokaumferð milliriðla

Millirðill 1:
Ungverjaland – Slóvenía, kl. 14.30.
Króatía – Svíþjóð, kl. 17.
Noregur – Danmörk, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.

Staðan í milliriðli 1:

Noregur4400117 – 938
Danmörk4301106 – 956
Svíþjóð4202111 – 994
Slóvenía420299 – 1034
Króatía410379 – 1022
Ungverjaland400492 – 1120

Milliriðill 2:
Rúmenía – Þýskaland, kl. 14.30.
Holland – Svartfjallaland, kl. 17.
Frakkland – Spánn, kl. 19.30.

Staðan í milliriðli 2:

Frakkland4400117 – 858
Svartfjallaland4301113 – 1096
Spánn4112102 – 1083
Holland4112110 – 1193
Þýskaland4103103 – 1092
Rúmenía4103111 – 1262

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -