Næst síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram í kvöld. Sex leikir fara fram og allir á sama tíma eins og regla er á þegar líða tekur að lokum.
Augu margra munu vafalaust beinast að leikjum KA og ÍR sem bæði eiga heimaleik í kvöld. ÍR tekur á móti FH en KA fær Fram í heimsókn. Aðeins munar einu stigi á liðunum í 10. og 11. sæti. KA stendur betur að vígi.
Liðið sem hafnar í 11. sæti deildarinnar þegar upp verður staðið fylgir Harðarmönnum niður í Grill 66-deildina. Liðið sem verður í 10. sæti heldur áfram þátttöku í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.
Þessu til viðbótar eiga Gróttumenn ennþá von um að skáka Haukum í keppninni um áttunda sæti Olísdeildar og þar með það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Fjögurra stiga munur er á liðunum. Grótta leikur við Hörð á Torfnesi í kvöld. Haukar sækja Eyjamenn heim.
Olísdeild karla, 21. umferð:
Skógarsel: ÍR – FH, kl. 19.30.
Sethöllin: Selfoss – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
KA-heimilið: KA – Fram, kl. 19.30 – sýndur á KAtv.
Ísafjörður: Hörður – Grótta, kl. 19.30.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar , kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
TM-höllin: Stjarnan – Valur, kl. 19.30 – sýndur á Stjarnan handboltiTV.
Staðan í Olísdeild karla.
Handbolti.is fylgist með framvindu leikjanna í kvöld.
Lokaumferðin mánudaginn 10. apríl kl. 16:
Valur – ÍBV.
Haukar – Hörður.
Fram – ÍR.
Afturelding – Stjarnan.
FH – Selfoss.
Grótta – KA.
- Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar
- EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan
- Titilvörnin hefst á Selfossi – leikið til 15. nóvember
- Fer frá Haukum og gengur til liðs við Víking
- Meistararnir fá FH í heimsókn í fyrstu umferð – riðið á vaðið í Garðabæ