- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Suðurlandsslagur og viðureign grannliða

Leikmenn FH og Stjörnunnar verða á fullri ferð í kvöld. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Haldið verður áfram að leika í 17. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld en fyrsti leikur umferðarinnar var í Origohöllinni í gærkvöld þegar Fram sótti Val og tapaði með tveggja marka mun, 26:24.


Í kvöld beinast kastljósin að Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem efsta lið deildarinnar, Haukar, sækja Þórsara heim. Grannliðin FH og Stjarnan eigast við í Kaplakrika og ekki verður spennan minni í Suðurlandsslag ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum.


Leikkvöldinu lýkur í Breiðholti þar sem ÍR-ingar halda áfram að leita að fyrstu stigum sínum á leiktíðinni þegar Gróttumenn koma í heimsókn í Austurbergið.


Olísdeild karla:
Höllin Ak.: Þór – Haukar, kl. 18 – sýndur á Þórtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss, kl. 18 – sýndur á ÍBVtv.
Kaplakriki: FH – Stjarnan, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Austurberg: ÍR – Grótta, kl 20.15 – sýndur á ÍRtv.
Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -